Gangan hefst í Sandgerði. Leiðin liggur um Ósabotna, fallegt svæði með ótal víkum sem vert er að skoða. Svæðið er ákaflega fallegt með miklu fuglalífi og mikilli friðsæld. Rétt sunnan við Stafnes eru Básendar en þar var mikil verslun í denn. Yfir Básenda gekk „Básendaflóðið“ árið 1799 og lagði staðinn í rúst. Frá Stafnesi / Stafnesvita(1925) er gengið að Hvalsneskirkju.
sandg
Ströndin frá Hvalsnesi að Sandgerði er afar falleg, bæði með sandbreiðum og stórgrýttum bökkum. Sandgerðisviti var byggður árið 1921 og endurbyggður árið 1945. 
Vegalengd um 21. km, sem sagt langur dagur. Göngutími 6. klst
Þetta er áttunda strandganga félagsins, búið er að ganga frá Þjórsárósum og endum núna í Sandgerði.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:00. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr 1.500, ekið verður í Hafnir tekur 1 klst og 30 mín. eða í Sandgerði 1 klst og 40 mín., veljum þá leið sem er hagstæðari með tilliti til veðurs.
Rúta mun síða skila okkur til baka að upphafsstað göngunnar. Greiða þarf sérstaklega fyrir þann akstur, sætisverð er kr. 2.000-
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Með göngukveðju ferðanefndin.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2018 er að þessu sinni helguð Upphéraði og öræfunum suður af, höf. Hjörleifur Guttormsson.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top