Leggjabrjótur er gömul þekkt þjóðleið. Hefur hún verið vinsæl gönguleið í seinni tíð. Gengið verður frá Þingvöllum niður í Botnsdal. Vegalengd er nær 18 km. Uppsöfnuð hækkun um 460 m. Göngutími áætlaður 5 - 6 tímar. Farið frá FSU Selfossi kl. 8.00 og haldið að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Haldið þaðan kl. 8.45 inn að Svartagili og gengið þaðan yfir og niður í Botnsdal. Þar mun rúta ferja okkur aftur að bílunum.
Þeir sem ekki eru í félaginu greiða 2.000 kr á staðnum fyrir farið.
Þeir sem ætla að kom verða að merkja sig MÆTI eða kvitta í comment til að við höfum fjöldan fyrir rútuna.
Þeir sem þiggja far með öðrum greiði 500 kr fyrir sætið. Gott að vera búin að hafa samband við aðra sem eru tilbúnir að vera með öðrum í bíl.
Með göngukveðju ferðanefndin