
Hittumst við FSU kl. 9 laugardaginn 27. maí, sameinumst í bíla og keyrum upp í Hvalfjörð. Við hefjum gönguna á sama stað og lagt er á Síldarmannagötur. Innarlega í Botnsdal má finna bílastæði neðan vegs og leiðarprest sem bendir upp hlíðina. Stígurinn er góður og greinilegur. Þegar við komum upp á fjallið skiptist leiðin. Áfram heldur slóðin um Síldarmannagötur en við beygjum til vinstri, svo til beint í vestur. Ekki er greinilegur slóði þar en við veljum þægilega leið eftir hábungu fjallsins. Ef veður er gott og vilji er fyrir að ganga ekki sömu leið til baka er hægt að fara niður norðaustur af fjallinu, niður í Litlasandsdal og með Bláskeggsá niður á þjóðveg. Það lengir leiðina um rúmlega 1 klst.
Gangan er um 8-9 km löng ( ef farin er sama leið fram og til baka) með um 350 m heildar hækkun. Hún tekur um 2-3 klst. með góðum myndastoppum…sem eru nauðsynleg!
Með göngukveðju,
Ferðanefndin