Dagskrá 2017

Ferðafélag Árnesinga
Heimasíða: www.ffar.is
Fésbók: Ferðafélag Árnesinga
Sími: 897 0769
Brottför frá Fjölbrautarskólanum á Selfossi í flestar ferðir. Brottfarartími auglýstur á heimasíðu/fésbók þegar nær dregur. Þátttaka ókeypis, nema annað sé tekið fram.
 
Inghóll 2 skór  
7. janúar. Getur verið erfitt göngufæri. Fallegt útsýni.
Vegalengd 9 km hækkun 500 m tími 4 klst.
Blákollur, Syðri og Nyrðri Eldborg 2 skór
28. janúar. Þægileg gönguleið aðeins brött á kafla.
Vegalengd 12 km hækkun 300 m tími 5 klst.
Stapafell í Grafningi 2 skór
18. febrúar. Gengið um móa og mela. Gott útsýni til Þingvalla.
Vegalengd 8 km hækkun 350 m tími 3 – 4 klst.
Reykjanes – Hafnir 2 skór
4. mars. Falleg strandganga. Klappir, sandur og grýtt á köflum.
Vegalengd 16 – 18 km  Engin hækkun tími 5 klst.
Stóri Hrútur Reykjanesi 2 skór
25. mars. Gengið um Langahrygg á Stóra Hrút.
Vegalengd 9 – 10 km hækkun 450 m tími 4 klst.
Gráuhnúkar – Stóridalur –  Lakahnúkar 2 skór
8. apríl. Lagt af stað frá Skíðaskálanum í Hveradölum
Vegalengd 8 – 9 km hækkun 300 m tími 4 klst.
Ingólfsfjall – óhefðbundið 3 skór
19. apríl. Leikið af fingrum fram.
Vegalengd 8 km hækkun 500 m tími 3 klst.
Þríhyrningur 3 skór
6. maí. Fallegt útsýni. Nokkuð krefjandi ganga.
Vegalengd 7,5 km hækkun 600 m tími 3- 4 klst
 Þórólfsfell 2 skór
27. maí. Þægilegt göngufjall inn af Fljótshlíð. Hæfir flestum.
Vegalengd 6 km hækkun 500 m tími 3 klst
Glymur – Hvalfell í Hvalfirði 3 skór
10. júní. Falleg gönguleið á mikið útsýnisfjall. Nokkuð krefjandi ganga.
Vegalengd 12 km hækkun 800 m tími um 5 klst
 Úlfljótsvatn – Hveragerði 2 skór

24. júní. Þægileg ganga. Melar og móar
Vegalengd 16 – 18 km hækkun 450 m tími 5 klst
Gilsárgljúfur – Kerhnúkar Vestriöxl 3 skór
1. júlí. Gengið frá Einhyrnigsflötum inn af Fljótshlíð
Vegalengd 20 km hækkun 700 m tími 7 klst
Blátindur í Skaftafelli 4 skór
15. júlí. Útsýni af Blátindi er stórkostlegt í góðu veðri. Hjúkurinn, Dyrhamar, Skaftafellsfjöllin. Þumall, Færniseggjar, Mýrdalsjökull og allt hitt. Þetta er ein fegursta tindasýn sem hægt er að upplifa á Íslandi.
Vegalengd 25. km hækkun 1100 m tími 10 klst.
Umhverfis Högnhöfða 2 skór
12. ágúst. Gengið frá Brúarárskörðum um sanda og mólendi
Vegalengd 17 km Hækkun 300m tími 6 klst
Fjallabak 4 skór
2. september. Krefjandi ganga um fallegt landsvæði, mjóir og brattir hryggir og jökulár
Vegalengd 26 km Hækkun um 1100 m tími 9 klst
Ármannsfell 3 skór
9. september. Þægilegt göngufæri. Gott útsýnisfjall
Vegalengd 11 km hækkun 600 m tími 5 klst
Þórsmörk
23 – 24.  september. Gengið um Þórsmörk báða dagana
Þjórsárdalur 2 skór
14.  október. Leikin af fingrum fram. Nánar auglýst í viðburði.
Laugarvatnsfjall 2 skór
4. nóvember. Gengið frá Laugarvatni á Laugarvatnsfjall
Vegalengd um 8 km hækkun 400 m tími 3 klst
Skálafell Hellisheiði 2 skór
25. nóvember. Upphaf göngu vestan við Riftúni í Ölfusi.
Vegalengd 11 km hækkun 500 m tími 4 klst
Jólagleði í Hellisskógi
13. desember. Hefðbundin ganga og skemmtun
ATH. Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða og slysatryggingu.