Dagskrá 2018

Ferðafélag Árnesinga

Heimasíða: www.ffar.is
Fésbók: Ferðafélag Árnesinga
Netfang: ffarnesinga@gmail.com
Sími: 897 0769
Brottför frá Fjölbrautarskólanum á Selfossi í flestar ferðir – brottfarartími auglýstur á heimasíðu og Fésbók þegar nær dregur.
Þátttaka ókeypis, nema annað sé tekið fram. Ferðanefnd áskilur sér rétt til að fresta, breyta eða fella niður ferðir vegna  veðurs eða annars sem getur komið upp.
Hugsanlega verður bætt inn ferðum utan dagskrár með stuttum fyrirvara.

 

6. janúar Inghóll 2. skór  
Getur verið erfitt göngufæri. Fallegt útsýni.
Vegalengd 9 km hækkun 500 m tími 4. klst.
20. janúar Svörtubjörg Selvogi 2. skór
Þægileg gönguleið.
Vegalengd 13 km óveruleg hækkun tími 4. klst.
3. febrúar Eldborg – Drottningin og Stóra Kóngsfell 2. skór
Gengið um móa og hraun. 
Vegalengd 6 km  tími 3. klst.
17. febrúar Árnastígur – Eldvörp – Prestastígur á Reykjanesi 2. skór
Gengið um móa, mela og hraun.
Vegalengd 13 km  Engin hækkun tími 4-5. klst.
3. mars Hafnir – Sandgerði 3. skór
Falleg strandganga. Klappir, sandur og grýtt á köflum
Vegalengd um 21 km  tími um 6. klst.
24. mars Reykjafell – Álútur – Tindar 2. skór
Gengið um móa og mela
Vegalengd 13 km hækkun 400 m tími 4. klst.
7. apríl Vestursúla frá Botnsdal  3 skór
Á brattan að sækja
Vegalengd 15 km hækkun 1000 m tími 5 1/2. klst.
18. apríl Síðasti vetradagur, Ingólfsfjall óhefðbundið 3 skór
Leikið af fingrum fram.
Vegalengd 8 km hækkun 500 m tími 3. klst
5. maí Kerhólakambur  – Þverfellshorn 3. skór
Fallegt útsýni. Nokkuð krefjandi ganga.
Vegalengd 10 km hækkun 500 m tími 4. klst
2. júní Kattatjarnarleið – (Ölfusvatn-Hveragerði) 2 skór
Þægileg ganga um mela og móa.
Vegalengd 15 km hækkun 430 m tími um 5. klst
17. júní Lómagnúpur frá Seldal, með F.Í 3 skór

Falleg gönguleið á mikið útsýnisfjall
Vegalengd 22 km, hækkun 700 m, tími 10-12. klst
30. júní Sindri í Tindfjöllum 3 skór
Í góðu veðri er stókostlegt útsýni yfir Þórsmörk, Fjallabak og Suðurland
Vegalengd 17 km hækkun 700 m tími 6-7. klst
7. júlí Innsta-Jarlhetta(1084) frá Skálpanesi 3 skór
Gengið um hraun og sanda
Vegalengd 16. km  tími 7. klst.
21. júlí Rauðufossafjöll  -Krakatindur 3 skór
Gengið um mela, hraun og sanda
Vegalengd 22 km Hækkun 1300m tími 8. klst
11. ágúst Litla-Björnsfell 3 skór
Gengið um sanda móberg
Vegalengd 14km Mesta hæð 900 m tími 5. klst
25. ágúst Fjallabak, Halldórsgil-Grænihryggur-Laugar 4 skór
Krefjandi ganga um fallegt landslag, mjóir og brattir hryggir og jökulár.
Vegalengd 21 km uppsöfnuð hækkun 1300 m tími 8. klst
8. sept. Stóra Björnsfell 3. skór
Þægilegt göngufæri, snögg hækkun. Gott útsýnisfjall
Vegalengd 11-17. km mesta hæð 1070 m tími um 5-7. klst
22-23 sept. Þórsmörk 2 skór
Gengið um Þórsmörkina báða dagana
6. okt. Vífilsfell frá Bláfjallavegi 2 skór
Á toppi fjallsins er útsýnisskífa F.Í
Vegalengd um 7 km mesta hæð 655 m tími 3. klst
20. okt. Þjórsárdalur 2 skór
Leikið af fingrum fram. Nánar auglýst í viðburði.
3. nóv. Sköflungur frá Nesjavallaleið 2 skór
Nokkuð mjór brattur hryggur og grýttur
Vegalengd 7 km. hækkun 100 m 3. klst
24. nóv. Dalafell – Grænsdalur2 skór
Gengið frá Reykjadal
Vegalengd 8. km hækkun 300 m 3. klst.
12. desJólagleði í Hellisskógi
Hefðbundin ganga og skemmtun
ATH. Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða og slysatryggingu.