Helgafell – Valahnjúkar – Húsfell 1. febrúar

 

Rétt innan við Hafnarfjörð standa nokkur fjöll sem við ætlum núna að skoða. Lagt verður upp frá Kaldárseli og gengið sem leið liggur upp á Helgafellið,

þar sem spáð verður í útsýnið. Þegar við höfum fengið nóg af útsýninu verður haldið niður á við og gengið á Valahnjúka og Húsfell, lítum kannski við í Valabóli og Músahelli. 

Helgafellhúsfell

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Vegalengd: um 11 km 
Göngutími: um 4 klst 
Byrjunarhæð: 130. m 
Mestahæð: 338. m
default GPS  til viðmiðunnar
 
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 09:00, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla, verð fyrir sæti kr.1000-

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga,

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu á skrifstofu Kjarna-bókhalds ehf á Austurvegi 6 á Selfossi. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2017 er að þessu sinni helguð Ísafarðardjúpi - Við Djúpið Blátt.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:18:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top