Hafnarfjall er þekktast fyrir hvassar vindhviður. Oft hafur göngufólk þurft frá að hverfa. Útsýnið svíkur engan þegar upp er komið. Stefnum á að fara þar hringleið upp hægrameginn þegar staðið er á móti fjallinu og þar á einhverja tinda og niður hinumeginn. Þetta er nokkuð bratt og skriður. Hæðst er fjallið um 845 m og uppsöfnuð gönguhækkun um 900 m. Vegalengdinn er um 8 km. Göngutími ca. 5 klsthafnarfjall
Farið verður frá FSU á Selfossi kl. 8.00 Vilji fólk safnast saman í bíla biðjum við það að vera búið að undirbúa það áður en það kemur á staðinn. Hittum fleiri við N1 í Mosó á leiðinni. Reynum að hlíða Víði og fleirum.
Ganga hefst um eða upp úr kl. 10.00 rétt við vegamótinn á þjóðvegi 1 og 50

Göngustjóri úr FFÁR

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Við stefnum á næstu göngu á laugardaginn. Aðeins þarf að breyta út af settri dagskrá þar sem nota þurfti langferðabíl til að ferja okkur á milli staða.
Stefnan er tekin á Hrómundartind. Haldið verður upp Grensdal og þaðan á Hrómundartind. Tekin slaufa til baka og farið fram Dalafellið. Förum ekki í Reykjadal þar sem hann er lokaður fram í miðjan maí. Hringurinn getur teygst í allt að 18. km og uppsöfnuð hækkun 950 m Ferðin því um 6 – 7 klst.
Safnast saman við FSU þeir sem koma frá Selfossi. hró
Lagt af stað kl. 9.00
Þeir sem þurfa far með öðrum ættu að vera búnir að undirbúa það áður enn mætt er á staðinn.
Hittumst við gatnamótin að golfvellinum í Hveragerði.
Lagt af stað í göngu kl. 9.30
Við mælumst til að við höldum okkur við fjarlægðir milli fólks eftir bestu getu.

Göngustjóri úr FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

 Hætt hefur verið við ferð á Hengilinn 4. apríl. Erum við að fylgja stefnu FÍ í þeim málum. https://www.fi.is/…/ferdum-fi-fjalla-og-hreyfiverkefnum-fre…
Við hvetjum hins vegar alla til að fara út og hreyfa sig. Það styrkir bæði líkama og sál.
Endilega takið þátt í Almannavarnagöngunum https://www.fi.is/…/…/almannavarnagongur-ferdafelags-islands

Óskum öllum góðs gengis

Ferðanefnd FFÁR

 

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2020 er að þessu sinni helguð Rauðasandshreppi hin forni höfundar Gísli Már Gíslason og Ólafur B. Thoroddsen.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top