Galtafell er eitt af þessum lágu fjöllum sem þægilegt getur verið að ganga á. Það stendur sér og því er útsýni til allra átta. Heildarhækkun er nær 300 metrum og vegalengd 10 km kannski + - smá. Áætlaður göngutími 3 - 4 klst. Upphafsstaður göngu er nálægt Hrunalaug.Galtafell
Lagt verður af stað frá FSU kl. 9.00 og sameinast þar í bíla.
500 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.
Upphaf göngu ca. kl. 10.00
Göngustjóri á vegum FFÁR

ATH. Breyting getur orðið á tímasettningu ef veðurspá er slæm. Fylgist með í ummælum.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefnd

 ATH. breytt dagsetning

Fögnum nýju gönguári 2020 með hefðbundinni göngu á Inghól. Hittumst við Þórustaðanámu kl:10:00 undir Ingólfsfjalli og hefjum gönguna þar. Vegalengd er um 9 km og hækkun 500 m.

Nauðsynlegt að vera vel búinn og með smá nesti. Getur verið þörf á broddum.
Hlökkum til að sjá ykkur.inghjpg
Göngustjóri félagi úr FFÁR

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Þá er komið að síðasta viðburði ársins hjá okkur. Jólakakó í Hellisskógi. Hittumst á bílastæðinu rétt fyrir innan hliðið kl:18:00 og göngum upp í helli. Fáum okkur kakóbolla og smákökur og eigum ljúfa stund saman. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Hlýr og góður klæðnaður. Nauðsynlegt að hafa með sér vasaljós. Þeir sem hafa tök á komi með eigin bolla.

78240951 10156876602385838 3490583036003614720 n

Hlökkum til að sjá ykkur stjórn og ferðanefnd FFÁR

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2020 er að þessu sinni helguð Rauðasandshreppi hin forni höfundar Gísli Már Gíslason og Ólafur B. Thoroddsen.

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top